Samstarfsyfirlýsing Besta flokksins og Samfylkingarinnar
Fyrstu verk
Borgarbúar
- Útigangskonum verði búið öruggt húsaskjól fyrir fyrstu snjóa í haust.
- Systkinaforgangur verði tekinn upp í leikskólum.
- Ókeypis verði fyrir börn í sund í sumar.
- Settur verði upp innileikvöllur í Perlunni.
- 20 græn svæði og leikvellir borgarinnar verði teknir í gegn í sumar og boðnir borgarbúum til umhirðu. Sérstaklega verði hugað að þörfum ömmu og afa á leiksvæðunum.
Sjálfbært gegnsæi
- Vefurinn Betri Reykjavík, www.betrireykjavik.is, verði nýttur til stuðnings við ákvarðanir og stefnumótun.
- Opnað verði vefsvæði fyrir ábendingar almennings um aðkallandi viðhald og viðgerðir í borginni.
- Dagbók borgarstjóra verði opin og aðgengileg á netinu.
Traustatök
- Fagleg rekstrarúttekt verði gerð á Orkuveitu Reykjavíkur.
- Nefndum borgarinnar verði fækkað til að auka skilvirkni og spara nefndarlaun.
- Langtímaáætlun um fjármál, framkvæmdir, borgarþróun og atvinnumál Reykjavíkur liggi fyrir í lok árs.
Allskonar
- Skólar geti áunnið sér sérstakan menningarfána með því að setja sér menningarstefnu og t.d. taka listamenn í fóstur.
- Efnt verði til kvennakvölds í Reykjavík.
- Reykjavíkurborg styðji við nýtt heimili kvikmyndanna í Regnboganum.
- Borgarstjóri verði kjörinn stjórnarformaður Fjölskyldu- og húsdýragarðsins.