Besti Flokkurinn er algjörlega gegnsær flokkur. Við viljum hafa allt uppá borði. Við ætlum að hafa fundi og ræða allskonar. Við setjum öll gögn í möppur og allir mega skoða möppurnar og halda fundi um þær. Við hvetjum til lýðræðislegrar umræðu um Besta flokkinn og hvað sé best. Gegnsæji er forsenda virks lýðræðis.
