Við erum traustsins verð. Fólk treystir okkur eins og við værum banki eða tryggingafélag jafnvel þótt flokkurinn sé byggður á blekkingu. Við treystum fólki. Við erum með gildi. Traust er mikilvægasta gildið, á eftir kærleika og á því byggja hin 12. Það verður engin heiðarleiki, sjálfbærni eða gegnsæji án trausts. Heldur ekki án kærleika. Þess vegna er mikilvægt að allir séu glaðir og fari í sund og kjósi Besta Flokkinn.
