Besti Flokkurinn er Pólítískt Partí
http://bestiflokkurinn.is/?lang=is Fri, 16 Sep 2011 08:18:36 +0000 Aron - Vefumsjónarkefi frá Davíð og Golíat is-is
Samstarfsyfirlýsing Besta flokksins og Samfylkingarinnar
http://bestiflokkurinn.is/is/ur-starfi-flokksins/samstarfsyfirlysing-besta-flokksins-og-samfylkingarinnar http://bestiflokkurinn.is/is/ur-starfi-flokksins/samstarfsyfirlysing-besta-flokksins-og-samfylkingarinnar
Fyrstu verk
Borgarbúar
Útigangskonum verði búið öruggt húsaskjól fyrir fyrstu snjóa í haust.
Systkinaforgangur verði tekinn upp í leikskólum.
Ókeypis verði fyrir börn í sund í sumar.
Settur verði upp innileikvöllur í Perlunni.
20 græn svæði og leikvellir borgarinnar verði teknir í gegn í sumar og boðnir borgarbúum til umhirðu. Sérstaklega verði hugað að þörfum ömmu og afa á leiksvæðunum.
Sjálfbært gegnsæi
Vefurinn Betri Reykjavík, www.betrireykjavik.is, verði nýttur til stuðnings við ákvarðanir og stefnumótun.
Opnað verði vefsvæði fyrir ábendingar almennings um aðkallandi viðhald og viðgerðir í borginni.
Dagbók borgarstjóra verði opin og aðgengileg á netinu.
Traustatök
Fagleg rekstrarúttekt verði gerð á Orkuveitu Reykjavíkur.
Nefndum borgarinnar verði fækkað til að auka skilvirkni og spara nefndarlaun.
Langtímaáætlun um fjármál, framkvæmdir, borgarþróun og atvinnumál Reykjavíkur liggi fyrir í lok árs.
Allskonar
Skólar geti áunnið sér sérstakan menningarfána með því að setja sér menningarstefnu og t.d. taka listamenn í fóstur.
Efnt verði til kvennakvölds í Reykjavík.
Reykjavíkurborg styðji við nýtt heimili kvikmyndanna í Regnboganum.
Borgarstjóri verði kjörinn stjórnarformaður Fjölskyldu- og húsdýragarðsins.
]]>
[email protected] (Besti Flokkurinn) frontpage Wed, 16 Jun 2010 00:11:12 +0000
Til hamingju Íslendingar
http://bestiflokkurinn.is/is/aesendir-pistlar/til-hamingju-islendingar http://bestiflokkurinn.is/is/aesendir-pistlar/til-hamingju-islendingar
Besti Flokkurinn óskar Íslendingum öllum innilega til hamingju með 66 ára afmæli lýðveldisins og þjóðhátíðardaginn sinn.
Flokkurinn vonar líka að sem flestir Reykvíkingar sjái sér fært að njóta þeirrar góðu dagskrár sem hið frábæra starfsfólk Reykjavíkurborgar hefur verið sveitt við að undirbúa og græja, svo borgarbúar geti haft það sem skemmtilegast í dag.
]]>
[email protected] (Besti Flokkurinn) frontpage Thu, 17 Jun 2010 13:48:57 +0000
Leynifundir og Betri Reykjavík
http://bestiflokkurinn.is/is/ur-starfi-flokksins/leynifundir-og-betri-reykjavik http://bestiflokkurinn.is/is/ur-starfi-flokksins/leynifundir-og-betri-reykjavik
Stórsigur Besta Flokksins í Reykjavík hefur varla farið framhjá neinum, augljóslega langaði borgarbúa til þess að fá allskonar gert öðruvísi en áður.
Það hefur varla heldur farið framhjá neinum að nú er í gangi röð opinberra leynifunda fólks í Besta Flokknum við fólk úr Samfylkingunni, þar sem allir eru að tala saman og skiptast á skoðunum og pæla í allskonar. Það sem er sniðugt og kannski nýbreytni, er að þeir fólkið á leynifundunum vill í alvöru heyra í og taka mark á íbúum í Reykjavík, meira að segja þrátt fyrir að kosningarnar séu búnar. Pæliði í því.
Á vefnum Betri Reykjavík gefst Reykvíkingum einmitt kostur á því að koma sínum málum á framfæri, rökræða og styðja aðrar sniðugar hugmyndir sem fram hafa komið, og það sem meira er að þá hefur leynifundarfólkið hugmyndirnar á vefnum til hliðsjónar á leynifundunum.
Við mælum s.s. með betrireykjavik.is fyrir Betri Reykjavík.
]]>
[email protected] (Besti Flokkurinn) frontpage Wed, 02 Jun 2010 14:27:55 +0000
Þakkarræða
http://bestiflokkurinn.is/is/ur-starfi-flokksins/takkarraeea http://bestiflokkurinn.is/is/ur-starfi-flokksins/takkarraeea
Besti Flokkurinn þakkar Reykvíkingum fyrir ótrúlegan stuðning í kosningunum í gær. Horfðu á þakkarræðu formanns Besta Flokksins hér að neðan.
]]>
[email protected] (Besti Flokkurinn) frontpage Sun, 30 May 2010 13:49:03 +0000
Ó, borg mín borg!
http://bestiflokkurinn.is/is/pistlarformanns/o-borg-min-borg http://bestiflokkurinn.is/is/pistlarformanns/o-borg-min-borg
Ég er fæddur og uppalinn í Reykjavík. Hún mótaði mig og gerði að því sem ég er í dag. Pabbi var lögga. Mamma vann í mötuneyti Borgarspítalans. Ég safnaði peningum með tombólum, til að láta gott af mér leiða og fá mynd af mér í Vísi. Ég var í Réttó. Ég naghlhreinsaði mótatimbrið utan af Seðlabankabyggingunni. Ég fór á tónleika í Hafnarbíó. Ég vann í Hampiðjunni. Ég fór í Iðnó og þar heillaðist ég af leiklistinni.
Ég hef labbaður bugaður af ástarsorg frá Lækjartorgi uppí Breiðholt. Ég hef grátið í strætó. Mér fannst ég ekkert vita eða geta fyrstu vaktina mína hjá Bæjarleiðum. Það var erfitt að viðurkenna að ég rataði ekki á Óðinsgötu. En ég hjá frá "Stöðinni" og smátt og smátt lærði ég að bjarga mér.
]]>
[email protected] (Jón Gnarr) frontpage Sat, 29 May 2010 14:08:03 +0000
Besti Gnarr
http://bestiflokkurinn.is/is/ur-starfi-flokksins/besti-gnarr http://bestiflokkurinn.is/is/ur-starfi-flokksins/besti-gnarr
Langar þig ekki að prófa að vera borgarstjóri ?
Prófaðu leikinn Besti Gnarr á facebook og fáðu smjörþefinn af því hvernig það er að vera borgarstjóri á vegum Besta Flokksins.
]]>
[email protected] (Besti Flokkurinn) frontpage Sat, 29 May 2010 14:29:13 +0000
Gaman á Hressó
http://bestiflokkurinn.is/is/ur-starfi-flokksins/gaman-a-hresso http://bestiflokkurinn.is/is/ur-starfi-flokksins/gaman-a-hresso
Kvöldið verður Best á Hressó, enda ætlar Besti Flokkurinn að bjóða stuðningsfólki, vinum og vandamönnum, gestum og gangandi að kíkja í gleðskap kl. 21.
Sannkölluð tónlistarveisla verður á boðstólunum, og fram koma :
Rass
Magga Stína
Bob Justman
Snorri Helgason
Halli
Vinir Baggalúts
Bergþór Smári
Það verður gaman, þú getur treyst því, því að það er alltaf gaman í Besta Flokknum. Láttu sjá þig !
]]>
[email protected] (Besti Flokkurinn) frontpage Fri, 28 May 2010 16:56:37 +0000
Heimfrægð og bestaborgin
http://bestiflokkurinn.is/is/um-flokkinn/heimfraege-og-bestaborgin http://bestiflokkurinn.is/is/um-flokkinn/heimfraege-og-bestaborgin
Besti Flokkurinn er orðinn heimsfrægur, og þá meinum við ekki bara á Íslandi heldur úti um allt.
Greinar og viðtöl eru að birtast um allan heim, enda hafa útlendingar foftast verið fljótir að kveikja á því hvað er best hérlendis.
Ef þið talið útlensku, þá getið þið lesið um Besta Flokkinn í útlenskum blöðum :
Besti í Wall Street Journal
Besti í The Telegraph
Besti í 20min (Sviss)
Besti í Der Spiegel
Svo finnst okkur sniðugt að benda ykkur á bestuborgina, þar sem þið getið skoðað og rætt málefni kosninganna á sniðugan hátt. Það er sniðugt. Bestaborgin er líka komin upp í valmynd heimasíðunnar okkar.
]]>
[email protected] (Besti Flokkurinn) frontpage Fri, 28 May 2010 16:28:25 +0000
Þumalinn upp!
http://bestiflokkurinn.is/is/ur-starfi-flokksins/tumalinn-upp http://bestiflokkurinn.is/is/ur-starfi-flokksins/tumalinn-upp
Besti Flokkurinn biður þig um að hjálpa sér við að vera víral.
Ef þú getur / vilt / nennir / kannt að skipta um prófílmynd á Facebook-inu þínu, Msn-inu, debetkortinu og ökuskírteininu, máttu mjög gjarnan sækja myndina hér að neðan og setja hana sem prófílmynd hjá þér. Þannig hjálpar þú Besta Flokknum, enda verður og kann Besti Flokkurinn að fara vel með peningana sína.
Smelltu á nánar, sæktu myndina og vertu Best/ur.
]]>
[email protected]rinn.is (Besti Flokkurinn) frontpage Fri, 28 May 2010 12:34:38 +0000
Borgarstjórabíllinn leggur í'ann
http://bestiflokkurinn.is/is/ur-starfi-flokksins/borgarstjorabillinn-leggur-iann http://bestiflokkurinn.is/is/ur-starfi-flokksins/borgarstjorabillinn-leggur-iann
Í dag kl.15.00 mun Borgarstjórabíllinn leggja af stað frá kosningaskrifstofu Besta Flokksins við Aðalstræti í sína fyrstu ferð um Reykjavík!
Þetta verður söguleg stund sem engin almennilegur Besta flokksmaður/kona má láta framhjá sér fara!
Farinn verður hringur um bæinn og úthverfi borgarinnar og stemmingin tryllt upp í mönnum, konum, börnum og dýrum!