Stórsigur Besta Flokksins í Reykjavík hefur varla farið framhjá neinum, augljóslega langaði borgarbúa til þess að fá allskonar gert öðruvísi en áður.
Það hefur varla heldur farið framhjá neinum að nú er í gangi röð opinberra leynifunda fólks í Besta Flokknum við fólk úr Samfylkingunni, þar sem allir eru að tala saman og skiptast á skoðunum og pæla í allskonar. Það sem er sniðugt og kannski nýbreytni, er að þeir fólkið á leynifundunum vill í alvöru heyra í og taka mark á íbúum í Reykjavík, meira að segja þrátt fyrir að kosningarnar séu búnar. Pæliði í því.
Á vefnum Betri Reykjavík gefst Reykvíkingum einmitt kostur á því að koma sínum málum á framfæri, rökræða og styðja aðrar sniðugar hugmyndir sem fram hafa komið, og það sem meira er að þá hefur leynifundarfólkið hugmyndirnar á vefnum til hliðsjónar á leynifundunum.
Við mælum s.s. með betrireykjavik.is fyrir Betri Reykjavík.
