Stöndum vörð um allskonar!

4.sæti: Elsa Hrafnhildur Yeoman

Elsa

 

Sjálfstætt starfandi kona

 

Kæri Kjósandi, myndir þú vilja sjá borgarfulltrúa sem hefur dansað með Svörtu Ekkjunum og Sumargleiðinni, dansað í búrum á Broadway, leikið í Næturgalanum, opnað pizzastað aðeins 15 ára að aldri, er nýbúadóttir (alin að mestu upp á íslandi í Breiðholtinu, en gerðist um tíma nýbúi sjálf í Iowa), hefur aldrei nennt að lesa fréttir, getur ómögulega flakað fisk fór þó einn túr á vertíðarbát frá Þorlákshöfn, hefur unnið í byggingargeiranum, elskar allt gamalt (líka gamla kalla), er með skotréttindi, er doktorsfrú (en það er ekki jafnvirðulegt og það hljómar), dýrkar karlmenn sérstaklega sjómenn og löggur, finnst skemmtlegra að elda fyrir menn en konur, nennir aldrei að greiða sér og hefur oft rakað af sér hárið, er húsgagnasmiður og tækniteiknari? Það vil ég. Ég myndi kjósa mig. Hvað með þig?


Facebook