Stöndum vörð um allskonar!

2.sæti: Einar Örn Benediktsson

EinarOrn

Framkvæmdastjóri

Mér er ekki alveg sama, enda fæddist ég 1962. Ég á ættir að rekja til söngleiksins My Fair Lady og hefur líf mitt verið næstum því einsog hinn besti söngleikur. Skemmtilegt, erfitt, létt, fræðandi og á tíðum mjög dramatískt.

Ég fékk stúdentspróf frá MH og eftir það var ég póstbifreiðarstjóri þangað til ég fór í nám í fjölmiðlafræði í London. Ég lauk því og fékk BA gráðu 1986.

Samhliða þessu hef ég verið í hljómsveitum einsog KUKL, Sykurmolunum og núna er ég í Ghostigital.

Ég stofnaði fyrsta netkaffið Síberíu 1995, en áður hafði ég stofnað ásamt félögum mínum Smekkleysu SM en undanfari þess fyrirtæki má segja að hafi verið hljómplötuútgáfan Gramm.

Ég er í dag einn eigenda Grapewire ehf og hef verið framkvæmdastjóri þess til dagsins í dag. Ég sit líka í stjórn Smekkleysu.

Í dag á ég ekki gullfisk, en hundurinn Nóbel er minn fylgifiskur á göngutúrum um strandlengju Reykjavíkurborgar.


Facebook