Stöndum vörð um allskonar!

13.sæti: Ágúst Már Garðarsson

agustmar

 

Matreiðslumaður

 

Einhver Ágúst ?

Einhver Ágúst byrjaði með því að hún Heiða kosningastjórinn okkar sem vissi ekkert hver ég var skrifaði mig á fyrsta framboðslistann okkar á heimasíðunni sem Einhvern Ágúst.

Mér fannst það strax eitthvað sniðugt og hef notað það í flimtingum síðann til að sýna hve auðmjúkur ég sé, við erum 11 sem heitum Ágúst í Besta flokknum allaveganna síðast þegar ég gáði og ég er bara einn af þeim.

En í raun og veru var þetta mjög sniðugt þarsem ég er afar pólitískur og jafnvel róttækur, ég tók þátt í búsáhaldabyltingunni og hef verið á mörkum þess að fara í pólitík afar lengi en alltaf hikað eitthvað við að ganga í starf hinna hefðbundnu flokka. En þessi Einhver hugmynd er svona það sem hræddi mig mest frá pólitíkinni. Þessi uppgerðarauðmýkt og að láta á 4ra ára fresti sem maður sé einn af fólkinu til að fá þessa fínu og þægilegu innivinnu.

Ég hef síðustu 4 ár starfað á leikskóla og grunnskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík, ég hef þarmeð unnið bæði hjá borginn við skólamál og einkareknu fyrirtæki í skólarekstri og hef því þekkingu af því sviði. Það er það sem ég vil bjóða Reykvíkingum uppá, starfskrafta mína og reynslu í rekstri skólamötuneyta. Einnig hef ég starfað mikið í málefnum ákveðins hóps öryrkja og þeirra sem hafa ekki náð að fóta sig í lífinu, þar get ég orðið að gagni líka. Varðandi veitinga- og skemmtistaði í miðbæ Reykjavíkur hef ég líka 15 ára reynslu af störfum þar og hef sterka sýn á hvernig má skapa betri sátt í blandaðri byggð milli vínveitingahúsa og íbúabyggðar.

 

En fyrst og fremst er ég glaður bjartsýnn og þakklátur fyrir þá von sem er að kvikna í hjörtum Reykvíkinga, því að fólk er að skynja að hér e reitthvað nýtt að gerast eitthvað nýtt sem á sér enga hliðstæðu í sögunni og það er í rauninni fókið sem hefur valdið ekki hinir hefðbundnu flokkar með sitt úr sér gengna kerfi.

Ég hef beðið með þennan pistil einhverra hluta vegna en þegar það sat hjá mér kona á laugardaginn á kosningaskrifstofunni og tjáði mér að hún væri að koma úr þunglyndi í fyrsta sinn í 30 ár nú með tilkomu Besta flokksins þá vissi ég að ég ætti að segja frá því og þessari mögnuðu tilfinningu sem er að breiðast út um Reykjavík.

Ég hef nefnilega trúað á Besta flokkinn og fólkið í honum frá fyrstu stund, og það er þannig með mig eftir mörg ár af reiði og að pæla í hve heimurinn sé undarlega steiktur þá hef ég ákveðið að taka vonina inn í líf mitt og taka frekar áhættu á vonbrigðum, því að án vonar nenni ég ekki að lifa.

Hvað með þig?

Bestu kveðjur Ágúst Már Garðarsson 13 sæti Besta Flokksins


Facebook