Stöndum vörð um allskonar!

Við styðjum framboð Besta Flokksins!

Eva Einarsdóttir

Besta Eva Einarsdóttir

 

Tómstunda- og félagsmálafræðingur

 

Kæri íbúi og kjósandi í Reykjavík!

Þegar ég var spurð hvort ég vildi vera í framboði hjá Besta Flokknum þá vissi ég ekki alveg hvað ég væri að fara út í annað en að ég ætti að hafa gaman að þessu. Og vonandi að hafa eitthvað til málana að leggja þegar kemur að borginni okkar, Reykjavík, sem við lifum og hrærumst í.

Ég veit ekki allt og hef ekki skoðun á öllu…bara á allskonar. En ég hef brennandi áhuga á öllu því sem snýr að börnum og ungu fólki, enda starfað við slíkt lengi, bæði hér í Reykjavík og erlendis. Ég hef menntað mig á því sviði og tel að vel megi nýta krafta mína í að sinna þeim málum, hvort sem það snýr dagvistunarmálum yngstu íbúa okkar, að styrkingu og virkni ungra atvinnuleitenda eða að tómstundum fatlaðra ungmenna.

Önnur mál sem snerta okkur öll, almenn velferð fyrir alla og mannréttindi eru mér ofarlega í huga og hef ég einnig starfað á þeim vettvangi, unnið með skapandi og skemmtilegu fólki sem býr við ýmisskonar fötlun - og unnið með ýmsum samtökum sem starfa í þágu mannréttinda.

En svo er ég ekkert mjög klár í skipulagsmálum en það er allt í lagi því það er fullt af fólki í Besta Flokknum sem veit mikið um þau mál. Það er það besta við Besta Flokkinn, við erum allskonar!

Síðustu vikur hafa sýnt að íbúar Reykjavíkur þora að hugsa út fyrir rammann ef marka má þann meðbyr sem við höfum fundið fyrir. Vel má vera að svo sé komið vegna þreytu folks á þeim öflum sem hafa verið við stjórnvölinn og vilji eitthvað alveg nýtt. Vilji venjulegt fólk, skemmtilegt fólk eins og það sjálft til að hrista upp í borgarmálunum og gera Reykjavík að bestu og skemmtilegustu borg á norðurhjara veraldar og þó víðar væri leitað.

Topptíu um mig:

  • uppalin í 104 Reykjavík
  • alltaf verið þessi hressa félagsmálatýpa
  • ofsalega vel gift
  • á yndislega leikskólastúlku og ólétt af barni nr.2
  • hef verið kölluð Palestínu-Eva
  • held úti matarbloggi
  • er Köttari nr.361 (held með Þrótti)
  • bjó í Gautaborg í fjögur ár og lærði m.a. Tómstunda- og félagsmálafræði
  • kláraði líka nám með lengsta titli í heimi; International project management in Civil Society and NGO´s (Alþjóðleg verkefnastjórnun fyrir borgarasamfélagið og frjáls félagasamtök).
  • vill innleiða nafnadaga í Reykjavík (eins og í Gautaborg) sem er alveg ókeypis og skemmtilegt. Dæmi: 5.júní er nafnadagur Kristínar, Kristins osfrv. og helst ætti að bjóða upp á pönnukökur í tilefni dagsins.

Ég er stoltur frambjóðandi Besta Flokksins. X við Æ 29.maí!


Facebook   
 

Styrktu Besta Flokkinn

sofnun Söfnunarnúmer
903-3020
1000 kr. símtalið
cash Frjáls framlög
Reikningur: 0137-26-1340
Kt. 611209-1340

Besti á Twitter

Til viðbótar við Besta Lagið var Besti Hringitónninn að detta inn á heimasíðu Besta Flokksins. Ekki klikka á því http://bit.ly/9L2v8i
fyrir u.þ.b. 8 klst
Stuðningsmannalisti kominn inn! http://bit.ly/chWHnB
fyrir u.þ.b. 8 klst
Sæktu þér Besta Lagið af heimasíðu Besta Flokksins.Þú getur hlaðið niður laginu og myndbandinu, beint eða með... http://bit.ly/aeiDVH
fyrir u.þ.b. 9 klst
twitterbestiflokkurinn á Twitter

Besti á Skuggaborg

skuggaborg_logo

Vertu með

invert_thumbsupGakktu í Besta flokkinn, eigðu stefnumót við framtíðina

Jákvæðni

framtidinBesti Flokkurinn hefur jákvæðni sem gildi.

Heilbrigður flokkur

doctorFormaður Besta Flokksins er með læknisvottorð, útgefið af alvöru lækni.

Styrktaraðilar

dg_logo_smaller_trans3