Gaukur Úlfarsson Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
gaukur_ulf

Listrænn Stjórnandi

Ágætu kjósendur; nú er að renna í hlað mikið ævintýraskeið í sögu íslenska lýðveldisins. Þið óupplýstu spyrjið kannski, nú? Hvaða skeið er það? og þið hin ykkar upplýstu upplýsið hina óupplýstu þá um hvaða skeið er verið að ræða, svo að þau séu ekki lengur óupplýst heldur upplýst, en það er skeiðið þar sem bestiflokkurinn kemst til valda í Borgarstjórn íslands og seinna verður skráð af fræðimönnum í bækur og um það skrifaðar fjölmargar lærðar greinar sem Bestaskeiðið í ríkisstjórn Reykjavíkur. Ég veit að ég þarf ekkert að orðlengja um það hve langbestur Bestiflokkurinn er en þó ætla ég að hafa um það fáein orð. Í fyrrinótt dreymdi mig draum. Mig dreymdi að ég væri staddur á kjörstað á kjördegi og að þar mætti mér engin önnur en Vigdís Finnbogadóttir. Hún spurði mig hvernig mér liði og ég sagði henni að mér liði vel. Við það vaknaði ég. Já, þau verða nú ekki skýrari táknin frá almættinu en þetta.

Þegar okkar ástsæli formaður leitaði til mín og bað mig að efla gegnsæi hinna lýðræðislegu byltingarafla í samfélaginu, þá grét ég. Ég grét því þetta var enn ein sönnunin fyrir því að L. Ron Hubbard elskaði mig og hafði tekið sér bólfestu í líkama formans Bestaflokksins til þess að geta átt við mig samskipti.Tárin voru ekki beisk, þau voru sölt. Þetta voru tár sem lækna sár. Ég tók þessari áskorun auðvitað með brosi á vör vegna þess að ég hef alltaf vitað (og allir sem mig þekkja vita það einnig) að ég hef alla tíð haft mjög sterkar skoðanir um allskonar. Ég er gríðarlega lýðræðislegur og gegnsær. Þó ég geti verið óheiðarlegur við marga að þá geri ég það í kærleika.

Ég sækist eftir 4. sæti á lista bestaflokksins og mitt slagorð er "margvíslegt fyrir allskonar!" mín helstu baráttumál verða að leggja ára og alda-systemið niður og taka þess í stað upp víddir, en það er mun eðlilegra system sem ég mun kynna fyrir þjóðinni á næstunni. Annað baráttumál mitt verður að víkja Helga Seljan úr starfi hjá RUV fyrir ömurleg vinnubrögð og dónaskap er hann "yfirheyrði" formann okkar á dögunum í einhverjum ömurlegum útvarpsþætti og varð sjálfum sér og Ríkisútvarpinu til skammar (og ekki í fyrsta skiptið). Mitt þriðja baráttumál verður að leggja þann útvarpsþátt niður.

Einhverjum kann að finnast ég vaða úr einu í annað í þessari ræðu minni en það á sér allt eðlilegar skýringar, því síðan ég var beðinn um að taka sæti á listanum fyrir þremur vikum hef ég ekki sofið.

Veriði sæl


Facebook   
 

Styrktu Besta Flokkinn

Reikningur: 0137-26-1340

Kt. 611209-1340

Sjónvarp Besta Flokksins

Fyrsta verk
Neytendamál
Umræða er almannaheill!
Fólk
Kynning

Vertu með

logoGakktu í Besta flokkinn, eigðu stefnumót við framtíðina

Jákvæðni

framtidinBesti Flokkurinn hefur jákvæðni sem gildi.

Heilbrigður flokkur

doctorFormaður Besta Flokksins er með læknisvottorð, útgefið af alvöru lækni.

Besta spjallborðið

hendurErtu með fullt af skoðunum ?
Kíktu á spjallborðið okkar, það er best.

Styrktaraðilar

dg2