Hjördís Sjafnar Ingimundardóttir Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
hjordis_sjafnar

Kona

Þegar mér bauðst sæti á lista Besta Flokksins fannst mér fráleitt að þiggja það. Ég þorði varla að íhuga svo byltingarkennda hugmynd. Kona í stjórnmálaframboð! Annað eins hef ég nú aldrei heyrt... En svo var eins og það gerðist eitthvað innra með mér, ég vil kannski ekki segja að ég hafi séð ljósið en það var samt eins og það rofaði til og ég fór að sjá hlutina öðruvísi en ég hef áður gert. Ég trúi meira að segja núna að ég gæti alveg mætt á fundi í borgarstjórn eins og karlar hafa gert, ég verð kannski lengur að leggja bílnum ef ég þarf að bakka í stæði en ég legg þá bara fyrr af stað. Ég er djúpt snortin yfir því mikla trausti sem mér er sýnt og auðvitað þarf jafn hæfileikaríka hugsuði eins og hæstvirtan formann flokksins til að koma auga á svo framúrstenfulega leið eins og bjóða konu sæti á listanum. Ekki bara einni konu, heldur fleirum! Jón Gnarr hefur sýnina, hans er hugrekkið!

 

Við erum því miður miklir eftirbátar landa eins Saudi Arabíu, Afghanistan og Svíþjóðar þegar kemur að virkri þátttöku kvenna í stjórnmálum. Þessu vil ég breyta og þessu vill Besti Flokkurinn breyta. Þess vegna hef ég ákveðið að stíga fram, fyrst kvenna, og þekkjast þetta góða boð. Ég held jafnvel að þetta gæti virkað hérna á Íslandi, eins nýjungagjörn og við nú erum.

 

Ég mun ekki skorast undan ef ég verð kosin. Ég mun reyna að sinna þeim skyldum sem á mig verða lagðar sem best ég má, ef ég nenni og ef fundir eru utan almenns vinnutíma og ef það er ekkert skemmtilegt í sjónvarpinu. Þá mæti ég! Kannski. Ég verð líka með slökkt á iPodinum mínum á meðan aðrir eru að tala. Það má treysta því. Það er gott. Fólk verður að hafa eitthvað til að treysta á. Ég heiti Hjördís Sjafnar Ingimundardóttir. Ég er kona og ég er líka traust. Ég er samt ekki gegnsæ, en ég er mjög fylgjandi gegnsæi. Í alvöru. Ég er í framboði fyrir Besta Flokkinn. Ég veit samt ekki alveg í hvaða sæti ég er, ég er líka til í að standa bara...

 

Hljóti ég kosningu verður ef til vill mitt fyrsta verk að auka stafafjölda sem er leyfður á einkanúmerum bifreiða og leyfa fleiri bakgrunnsliti á númeraplötunum. Leyfa líka til dæmis að hafa blátt númer framan á bílum en orange að aftan. Þetta er eitt af þeim mörgu málum sem ekki hefur verið sinnt sem skyldi. Ég mun sko líklega aldeilis sjá til þess að þar verði breyting á og þó fyrr hefði verið!

 

Ef þú ert jákvæður, jafnvel jákvæð, hefur áhuga á allskonar, ert sjálfbær og frjáls, vilt hafa áhrif og virkja lýðræðið þá skalt þú kjósa Besta Flokkinn í komandi kosningum. Þú sérð sko ekki eftir því. Það er loforð!

Kjósið lífið, kjósið Best flokkinn !


Facebook   
 

Styrktu Besta Flokkinn

Reikningur: 0137-26-1340

Kt. 611209-1340

Sjónvarp Besta Flokksins

Fyrsta verk
Neytendamál
Umræða er almannaheill!
Fólk
Kynning

Vertu með

logoGakktu í Besta flokkinn, eigðu stefnumót við framtíðina

Jákvæðni

framtidinBesti Flokkurinn hefur jákvæðni sem gildi.

Heilbrigður flokkur

doctorFormaður Besta Flokksins er með læknisvottorð, útgefið af alvöru lækni.

Besta spjallborðið

hendurErtu með fullt af skoðunum ?
Kíktu á spjallborðið okkar, það er best.

Styrktaraðilar

dg2