Maðurinn sem vissi of lítið Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Höfundur: Hugleikur Dagsson   
Miðvikudagur, 10. mars 2010 14:05

Ég hef ekki mikla trú á Jóni Gnarr sem stjórnmálamanni. Hann hefur enga reynslu og enga athyglisgáfu. Dómgreind hans er á reyki og hann skiptir um skoðanir eins og nærbuxur.

Það hljómar aðeins of mikið eins og þau sem þegar eru við stjórn.

En það er þó einn meginmunur á Jóni og hinum. Jón er nörd (þó hann standi í þeirri meiningu að hann hafi bara einu sinni verið nörd, þá er hann það enn. Treystið mér, ég er sérfræðingur.) Stjórnmálamenn hinsvegar, eru í flestum tilfellum lúðar. Ekki nördar. Það er munur þar á.

Horfum á þetta út frá stéttaskiptingu gagnfræði- og menntaskóla. Nördar eru andstæðan við kúl liðið. Kúl liðið er félagslega hæft og er alltaf í sleik og geta alltaf reddað áfengi. Nördar aftur á móti, eru ekki nógu félagslega þroskaðir til að fatta hvernig á að vera kúl. Þeir vita ekki hvað það er.

Lúðar eru eins og nördar, nema lúðar eru að reyna að vera kúl. Þeir nota lúðalegar leiðir til þess að verða kúl, eins og til dæmis að bjóða sig fram í nemendaráð.

"Æ ég fæ aldrei að ríða og mér er aldrei boðið í partý. Hey ég veit, ég býð mig fram sem gjaldkera nemendaráðs".

Þannig hugsa stjórnmálamenn. Kannski í upphafi hafa þeir einhverjar hugsjónir um bættan þjóðarhag, en það breytist undantekningarlaust. Pólitík er ótemja sem bugar knapann. Að lokum er það kerfið sem stjórnar manninum, ekki öfugt eins og ætlunin var. Horfið bara í augun á stjórnmálamönnum sem segja af sér. Þau eru bauguð af uppgjöf.

Vald er líka fíkniefni. Og lúðar eru ginnkeyptir fyrir slíku, enda halda þeir að dóp sé kúl.

Jón Gnarr er nörd. Hann hefur ekki þetta lúða-element sem er akkilesarhæll stjórnmálamanna. Hann er ekki nógu félagslega var um sig til að spillast. Hann er eins og Bill Murray í The Man Who Knew Too Little. Veit ekkert hvað er að gerast en verður hetja fyrir vikið.

Eins og ég sagði í upphafi, þá hef ég litla trú á Jóni sem stjórnmálamanni. En lítil trú er margfalt meiri en sú sem ég hef hingað til haft á stjórnmálamönnum.

 

Hugleikur Dagsson.

 

 

Facebook   
 
Brýr Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Höfundur: Jón Gnarr   
Þriðjudagur, 02. mars 2010 22:29

 

gondola3_1

Á hverjum morgni, eftir að ég hef komið syni mínum á leikskóla, tek ég röskan göngutúr í kringum Tjörnina. Svo kom sunnudagur. Það er enginn leikskóli á sunnudögum. Afhverju ekki? Ég veit það ekki. Kannski fara allar fóstrur í messu. Kannski vilja þær bara sofa út. En ekki ég. Ég þurfti að vakna með syni mínum. Af gömlum vana keyrði ég með hann á leikskólann. Þar kom ég að læstum dyrum. Ég bankaði á allar hurðir og hringdi en fékk ekkert svar. Það var eins og byggingin hefði verið rýmd. Ég gægðist á gluggann. Þá heyrði ég öskur og drykkjulæti frá Tjörninni. Strákurinn varð hræddur. Ég róaði hann og sagði honum að þetta væru örugglega bara fullir kallar. Við gengum niður að Tjörn. Þar höfðu nokkrir Grænlendingar ákveðið að kæla sig niður eftir svall næturinnar og fá sér sundsprett með öndunum. Þeir svömluðu naktir hver innan um annan og slógust. Ég kastaði kveðju á þá og sagðist alltaf hafa langað að koma til Grænlands. Við fórum að spjalla saman. Þeir komu mér mikið á óvart. Þeir voru ekki villimenn.

Facebook   
Nánar...
 
Icesave II Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Höfundur: Jón Gnarr   
Mánudagur, 22. febrúar 2010 21:47

Það er mikið talað um ICESAVE þessa dagana. Það er gott. Maður er manns gaman. Fólk hittist í sundi og tekur tal saman. Menn horfa saman á fréttir á meðan eiginkonurnar kokka eitthvað góðgæti í eldhúsinu. Þær tala um ICESAVE og hvað það sé sniðugt og afhverju það hafi ekki tekist betur en raun ber vitni. Enginn er með lausn. Stjórnvöld eru hrædd við mennina af því að þeir eru svo reiðir. Allir eru hræddir. Stjórnvöld vilja tala við Hillary Clinton og biðja hana að tala við mennina og biðja þá að láta okkur í friði. Það er góð hugmynd. Hún er frek og klár. Hún talar tungumál sem þeir skilja, það er að segja ensku. En er henni treystandi? Þekkir hún land og þjóð? Þeim fer nú fjölgandi sem vilja tala við Amy Winehouse. Hún er edrú núna. Hún er frek en ekkert rosalega klár. En hún hefur þá ósvífni sem Hillary skortir. Ég hitti frænda hennar síðasta sumar og hann fullvissaði mig um að við hefðum hennar stuðning. Öllum í Besta flokknum finnst þetta mál skemmtilegt og vilja að það leysist. “Ekki gera ekki neitt!” segjum við. Einu sinni var haldið kókaínpartí þar sem allir voru að tala um ICESAVE og hvað það væri sniðugt. Þar sagði ég að ef þetta yrði eitthvað vesen þá myndi ég redda því. Ég ætla að standa við það. Ég skal borga þetta. En er það raunhæft? Ég á engan pening. Væri ekki nær að senda stjórn RÚV sem fulltrúa okkar í ICESAVE deilunni? Það er fólk sem veit hvað það er að gera.

Facebook   
Nánar...
 
Landsmálin Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Höfundur: Jón Gnarr   
Mánudagur, 15. febrúar 2010 11:53

hillbillyÁ ferðum mínum um landið kom ég í lítinn bæ sem heitir Hornafjörður eða eitthvað svoleiðis. Það er sama hvert ég kem allstaðar hefur fólk mikinn áhuga á landsmálapólitíkinni. Allir vilja tala um Besta flokkinn. Ég hélt fjölmennan samstöðufund á einum stað sem ég man ekki hvað heitir en er rétt hjá Akureyri. Þar var maður með kind í bandi. Hún var einsog hundur, hlýddi kalli og settist á skipun. Hún hafði meira að segja lært að naga bein. Eftir að hafa spjallað við manninn í góða stund og svarað spurningum hans um Besta flokkinn og tillögur okkar um að grafa síki í gegnum Reykjavík, spurði ég hann afhverju hann væri með þessa kind með sér. “Vegna þess að mér finnst vænt um hana,” svaraði hann um hæl. Þetta skildi ég. Líf fólks útá landi er svo ólíkt lífi okkar hér í borginni. Hér tökum við ákvarðanir í fínum skrifstofum sötrandi á Latte á meðan þetta fólk drekkur export og borðar kvöldmatinn sinn með dýrum. Fólk útá landi, sérstaklega á Akureyri og þar í kring, talar tungumál sem var talað fyrir tuttugu árum um allt land en við höfum glatað. Það sem við teljum sjálfsagt er þeim oft framandi. Hópur bænda kom til Húsavíkur alla leið úr Mývatnssveit á kynningarfund Besta flokksins. Þeir komu ekki til að hlusta heldur hafði það spurst út í sveitinni þeirra að ég ætti iPhone. Þeir vildu sjá hann og fá að koma við hann. Ég leyfði einum þeirra að hringja heim til sín. Ég gleymi því aldrei. Þetta skipti hann svo miklu máli að tár hrundu niður kinnar hans þegar hann talaði við krakkana sína sem sem eflaust stóðu berfæt, tannlaus og skítug í einhverjum mykjuhaug. Honum fannst hann vera að tala við þau úr framtíðinni. Hann skildi ekki að þetta væri bara sími. En þetta sýndi mér að öll erum við tilfinningaverur.

Facebook   
Nánar...
 
Stjórna dópistar Íslandi ? Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Höfundur: Jón Gnarr   
Fimmtudagur, 11. febrúar 2010 19:18

flaust_altingiKókaín er merkilegt lyf. Það hressir, bætir og kætir þá sem nota það. Notandinn þarf ekki að sofa, fær fullt af frábærum hugmyndum og kraft til að framkvæma þær. Kókaín gefur hraustlegt útlit. Margar af bestu hugmyndum mannkynssögunnar hafa verið teknar af fólki á kókaíni eða öðrum fíkniefnum. Það er því engin furða hve margir tala um dóp og dópista þessa dagana. Ég átti skemmtilegt spjall við eldri hjón í búningsklefanum í Vesturbæjarlauginni í síðustu viku. Við vorum að tala um dóp. Sonur þeirra hafði farið yfirum á sýru og þau voru að segja mér sögur af honum og kostulegum uppátækjum hans og ævintýrum. Þau vildu bæði láta lögleiða hass.

Allir virðast hafa skoðun á dópi. Þar er læknadópið verst og drepur flesta. Svo eru líka alltaf þeir sem fara yfirum á sýru og sveppum. Það er ekki gott. En er hægt að banna sveppi? Er hægt að eitra þá þannig að allir sem reykja þá drepist? Er það raunhæft? Ég held ekki. Það væri eins og að hella baðvatninu með barninu í. Auðvitað færi barnið ekki sömu leið og vatnið en skaðinn er skeður. Skoðum dæmi: Tveir ungir menn eru undir áhrifum eiturlyfja. Annar er á sýru en hinn er búinn að sprauta sig með kókaíni. Báðir eru fjölskyldumenn og hafa fasta vinnu. Gömul og rugluð kona kveikir í húsinu sínu þegar hún reynir að steikja fisk. Þeir eiga leið hjá og bjarga henni úr brennandi húsinu. Þó þeir séu dópaðir eru þeir ekki jafn ruglaðir og hún. Segjum sem svo að maðurinn hennar sé ennþá ruglaðari en hún en samt með bílpróf. Þeir bjarga honum líka. Hvað gerir lögreglan? Þakkar hún dópistunum fyrir eða handtekur hún þá? Sér hún ástæðu til að svipta gamla manninn ökuréttindum? Kannski er þetta frekar siðferðisleg spurning en lagaleg. Kannski á gamla máltækið “að horfa milli fingra sér, (looking trough ones fingers)” best við hér. Ég veit það ekki. Yfirleitt leysast svona mál farsællega með því að lögreglan fylgir gömlu konunni á sjúkrahús en gamli heilabilaði maðurinn keyrir dópistana heim í þakklætisskyni. Oftar en ekki lendir hann í banaslysi á leiðinni. Það er hræðilegt.

Facebook   
Nánar...
 


Joomla SEF URLs by Artio

Styrkja flokkinn

Reikningur: 0137-26-1340

Kt. 611209-1340

Sjónvarp Besta Flokksins

Fyrsta verk.mov
Stefnumál
Neytendamál
Umræða er almannaheill!
Fólk.mov

Frambjóðendur

Formaður   
formadurinn
Sjónvarpsmaður   
sigurjonkjartansson
Framkvæmdastjóri   
einar
Sjónvarpsmaður   
gunnar_hansson_2
Neytendafrömuður   
drgunni
Leikari   
Jorundur_Ragnarsson
Fyrrv. sérfræðingur   
sigurdurbjorn
Tónlistarmaður   
Bardi
Stjórnmálamaður   
ragnarhansson

Umsagnir

Ég treysti Besta flokknum fyrir börnunum mínum Elín Guðbjartsdóttir kennari
Jón Gnarr er góður en bestur í Besta flokknum! Helgi Rigmor Jensen tannlæknir
Ég hef áhyggjur af framtíðinniÓli Stephensen iðntæknihönnuður
Það er allskonar sem þarf að gera. Þess vegna kýs ég Besta flokkinn Einar Bergsteinsson hdl.
Ég hef hitt Jón Gnarr og hann var yndislegur. Ég treysti honum Guðrún Jónsdóttir hagfræðingur

Á spjallborðinu

 • Hvað með harðfisk? (fyrir 8 dögum síðan)
  ...
 • Kaffið (fyrir 9 dögum síðan)
  Er það ekki bara vegna þess að malað kaffi þykir bragðbetra en ómalað?
 • Kaffi (fyrir 11 dögum síðan)
  Eitt sem ég hef aldrei skilið er hvers vegna malað kaffi er dýrara en ómalaðar baunir. Er ekki...
 • Sítuðandi eiginkonur (fyrir 11 dögum síðan)
  Ég hef heyrt því fleygt að Besti Flokkurinn hafi íhugað að halda námskeið fyrir konur. Ein...
 • Sítuðandi eiginkonur (fyrir 11 dögum síðan)
  Ástæðan fyrir því að kvenfólk breytist eftir áralanga sambúð er hríðversnandi karlpening...
 • situdandi eiginkonur (fyrir 12 dögum síðan)
  Ja segdu henni bara i godu ad fara sina leid og thu aetlir ad fara thina leid. Keyptu ther sidan hun...
 • Kæri Leiður! (fyrir 14 dögum síðan)
  Hahahahaha! Ég var nú bara aðeins að hrista upp í þér en enga uppgjöf Leiður minn! Ef kon...
 • Ég segi nú bara eins og Kaninn myndi gera ... (fyrir 15 dögum síðan)
  I rest my case.

RSS áskrift

feed-image Besta RSSið

Vertu með

logoGakktu í Besta flokkinn, eigðu stefnumót við framtíðina

Jákvæðni

framtidinBesti Flokkurinn hefur jákvæðni sem gildi.

Heilbrigður flokkur

doctorFormaður Besta Flokksins er með læknisvottorð, útgefið af alvöru lækni.

Besta spjallborðið

hendurErtu með fullt af skoðunum ?
Kíktu á spjallborðið okkar, það er best.

Styrktaraðilar

dg2