Aðventuhugleiðingar Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Pistlar formanns
Höfundur: Jón Gnarr   
Þriðjudagur, 01. desember 2009 00:00

Nú nálgast jólin. Það er gaman. Þá horfir fólk innávið, gleymir daglegu amstri og lætur stressið líða úr sér í faðmi fjölskyldu og vina. Allir fá góðan mat. Þeir sem geta ekki keypt sér hann sjálfir geta farið í Mæðrastyrksnefnd. Maður þarf ekki að vera móðir til að fá að koma þangað. Þar eru allir velkomnir, jafnvel feður og þeir sem minna mega sín. Mæðrastyrksnefnd er eins og SÍBS. Það stendur fyrir Samband Íslenskra Berklasjúklinga en samt þarf maður ekki að vera með berkla til að taka þátt. Styrktarfélag vangefinna er annað dæmi. Það þarf ekki að vera vangefinn til að leita þangað, það er nóg að vera þroskahamlaður. Það leiðir hugann sjálfkrafa að Geðhjálp. Er það ekki svolítið neikvætt nafn á félagsskap fyrir geðsjúklinga og brjálæðinga? Hvað með að nota þennan tíma til að breyta nafninu? Ég veit ekki í hvað.

Tímarnir breytast. Á jólunum í gamla daga snéri fólk sér mikið í hring. Það voru jólin þá. Fólk hittist og snéri sér í hring. Adam var fyrsti maðurinn til að snúa sér í hring. Eva snéri sér aldrei í hring. En jólin snúast ekki um þau. Nú óma jólalögin í eyrum landsmanna. Her íslenskra tónlistarmanna hefur unnið þar þrekvirki. Þar leggja menn nótt við dag í að breyta með hugkvæmni leiðinlegum útlenskum popplögum í skemmtileg íslensk jólalög með snjöllum og hnitmiðuðum textum. Þar kemur jólasveinninn oftar en ekki við sögu. Það er ekki gott. Íslenski jólasveinninn er margir menn sem heita ólíkum nöfnum. Enginn man hvað þeir heita allir. Og þeir eru allir glæpamenn sem er ekki gott. Er Lalli Jones jólasveinn? Nei, það held ég ekki? En Steingrímur Njálsson? Ég veit það ekki. Það er ýmist talað um Jólasveininn eða jólasveinana og það er eins og þeir vinni ekkert saman heldur séu í samkeppni. Þetta er of flókið fyrir fólk, ekki síst foreldra, börn og vangefna. Og svo er það kynjamisrétti. Og þeir eru allir karlmenn. Konur fá ekki að vera jólasveinar. Hvar eru Öskurtæfa og eða Lygatussa og Frekjuskass? Þær eru ekki til. Hvaða skilaboð erum við að senda börnum okkar? Að konur skipti ekki máli? Þær gera það svo sannarlega. Án kvenna myndi mannkinið deyja út. Eina sem eftir yrði væri internetið. Jólasveinarnir eru blekking í sjálfu sér. Þeir eru ekki til heldur eru þeir karlmenn að þykjast vera jólasveinar með því að klæða sig í búning og fæstir nenna að klæða sig sem gömlu jólasveinarnir. Svo ljúgum við því að börnum að þeir séu raunverulegir. Þetta er rugl frá upphafi til enda. Við eigum að leggja þetta niður, kveðja alla gömlu jólasveinana í áföngum og hafa bara einn sem heitir bara Jólasveinninn, er circa sextugur og er giftur. Það einfaldar málið. Og Jólasveinninn á ekki að gefa í skóinn. Hann er feitur og gamall og er mest heima hjá sér eða í Smáralind og þá situr hann. Við fögnum því að Jesú fæddist. Hann hitti aldrei jólasveinana. Við ættum að gera meira úr þeim sem voru viðstaddir fæðinguna sjálfa. Jósef og María ættu að koma á jólaböll. Jósef gæti sagt krökkum frá því hvernig honum leið þegar María sagðist vera ólétt eftir “einhvern annan” og hvernig hann komst yfir það og ákvað að standa með henni. Börnin gætu spurt hann hvernig honum hafi dottið í hug að fara með ólétta konu í svona langt og erfitt ferðalag. María gæti talað um einelti og hvernig allir tapa á einelti. Þau gætu talað um fíkniefni, ekki með heldur á móti. Og reykingar. Endurvinnslu og hlýnun jarðar og allt annað sem krakkar hafa gott af að heyra. Okkur vantar líka Vitringana þrjá. Þeir eru léttir og hressir og alltaf á ferðinni útum allt að koma með gjafir. Og þeir ættu að vera með kindur með sér og gefa í skóinn. En kannski er best að leggja þann sið niður. Er það ekki ósiður? Við gætum falsað sögubækur og sagt að Vitringarnir þrír hefðu komið til Íslands með Leifi Eiríkssyni og svo farið til Bandaríkjanna og tekið sér nafnið Abraham Lincoln. Önnur hugmynd væri að nota Íslenska lundann. Hann er orðinn táknmynd Íslands í allri landkynningu. Hann er flottur fugl enda líkur páfagauk. Hvað með að ljúga því að öllum að það sé Jóla-lundinn sem setji í skóinn? Hann gæti unnið fyrir Jólasveininn eða Vitringana. Þar myndum við marka okkur alþjóðlega og einfalda ímynd í alþjóðasamfélaginu. En svo er það náttúrlega Jesú sjálfur sem þetta snýst allt um. Hann sést samt frekar lítið. Hann var náttúrlega bara barn en börn geta samt verið sniðug. Hvað með að vera með Jesúbarn í búri í Kringlunni sem liti mjög raunverulega út en væri vélmenni og væri svona eins og það væri sofandi. Svo myndu krakkar setja pening í rauf og þá myndi það vakna, opna augun sín, brölta á fætur og segja allskonar úr Fjallræðunni. Svo í miðri ræðu myndi það sofna aftur nema maður setti meiri pening í tækið. Besti Flokkurinn óskar kjósendum sínum gleðilegra jóla.

 

 

Facebook   
 
Joomla SEF URLs by Artio

Styrkja flokkinn

Reikningur: 0137-26-1340

Kt. 611209-1340

Sjónvarp Besta Flokksins

Fyrsta verk.mov
Stefnumál
Neytendamál
Umræða er almannaheill!
Fólk.mov

Frambjóðendur

Formaður   
formadurinn
Sjónvarpsmaður   
sigurjonkjartansson
Framkvæmdastjóri   
einar
Sjónvarpsmaður   
gunnar_hansson_2
Neytendafrömuður   
drgunni
Leikari   
Jorundur_Ragnarsson
Fyrrv. sérfræðingur   
sigurdurbjorn
Tónlistarmaður   
Bardi
Stjórnmálamaður   
ragnarhansson

Umsagnir

Ég treysti Besta flokknum fyrir börnunum mínum Elín Guðbjartsdóttir kennari
Jón Gnarr er góður en bestur í Besta flokknum! Helgi Rigmor Jensen tannlæknir
Ég hef áhyggjur af framtíðinniÓli Stephensen iðntæknihönnuður
Það er allskonar sem þarf að gera. Þess vegna kýs ég Besta flokkinn Einar Bergsteinsson hdl.
Ég hef hitt Jón Gnarr og hann var yndislegur. Ég treysti honum Guðrún Jónsdóttir hagfræðingur

Á spjallborðinu

 • Hvað með harðfisk? (fyrir 10 dögum síðan)
  ...
 • Kaffið (fyrir 11 dögum síðan)
  Er það ekki bara vegna þess að malað kaffi þykir bragðbetra en ómalað?
 • Kaffi (fyrir 12 dögum síðan)
  Eitt sem ég hef aldrei skilið er hvers vegna malað kaffi er dýrara en ómalaðar baunir. Er ekki...
 • Sítuðandi eiginkonur (fyrir 13 dögum síðan)
  Ég hef heyrt því fleygt að Besti Flokkurinn hafi íhugað að halda námskeið fyrir konur. Ein...
 • Sítuðandi eiginkonur (fyrir 13 dögum síðan)
  Ástæðan fyrir því að kvenfólk breytist eftir áralanga sambúð er hríðversnandi karlpening...
 • situdandi eiginkonur (fyrir 14 dögum síðan)
  Ja segdu henni bara i godu ad fara sina leid og thu aetlir ad fara thina leid. Keyptu ther sidan hun...
 • Kæri Leiður! (fyrir 16 dögum síðan)
  Hahahahaha! Ég var nú bara aðeins að hrista upp í þér en enga uppgjöf Leiður minn! Ef kon...
 • Ég segi nú bara eins og Kaninn myndi gera ... (fyrir 17 dögum síðan)
  I rest my case.

Vertu með

logoGakktu í Besta flokkinn, eigðu stefnumót við framtíðina

Jákvæðni

framtidinBesti Flokkurinn hefur jákvæðni sem gildi.

Heilbrigður flokkur

doctorFormaður Besta Flokksins er með læknisvottorð, útgefið af alvöru lækni.

Besta spjallborðið

hendurErtu með fullt af skoðunum ?
Kíktu á spjallborðið okkar, það er best.

Styrktaraðilar

dg2