Stöndum vörð um allskonar!

Pistlar formanns

Pistlar formanns

BorgBorg

Ó, borg mín borg!

Ég er fæddur og uppalinn í Reykjavík. Hún mótaði mig og gerði að því sem ég er í dag. Pabbi var lögga. Mamma vann í mötuneyti Borgarspítalans. Ég safnaði peningum með tombólum, til að láta gott af mér leiða og fá mynd af mér í Vísi. Ég var í Réttó. Ég naghlhreinsaði mótatimbrið utan af Seðlabankabyggingunni. Ég fór á tónleika í Hafnarbíó. Ég vann í Hampiðjunni. Ég fór í Iðnó og þar heillaðist ég af leiklistinni.

Ég hef labbaður bugaður af ástarsorg frá Lækjartorgi uppí Breiðholt. Ég hef grátið í strætó. Mér fannst ég ekkert vita eða geta fyrstu vaktina mína hjá Bæjarleiðum. Það var erfitt að viðurkenna að ég rataði ekki á Óðinsgötu. En ég hjá frá "Stöðinni" og smátt og smátt lærði ég að bjarga mér.

  

Nánar...

 

Pistlar formanns

180px-Einar_Jonsson_outlaw

Styttur

Syttur eru skemmtilegar. Fólki finnst gaman að skoða styttur. Í London eru styttur af ljónum. Samt eru engin villt ljón á Englandi, allrasíst í London. Samt finnst fólki gaman að skoða stytturnar. Sumir taka myndir af þeim, fá jafnvel mynd af sér við hlið styttanna. Kannski ferðast einhverjir til London gagngert til að sjá þessar styttur. Ég veit það ekki. Það skiptir ekki máli.

Í Reykjavík eru nokkrar styttur. Það er eins og þeim hafi verið plompað niður hér og þar og án þess að einhver sérstök hugsun liggi að baki. Í miðbænum eru til dæmis nokkrar, flestar af alvarlegum köllum, í lafafrökkum, sem standa bara og horfa útí loftið eða halda á einhverju. Jón Sigurðsson er á Austurvelli. Skúli fógeti stendur rétt hjá. Hvorugur er eitthvað sérstaklega líflegur. Skúli er líka mjög skringilega klæddur. Ein flottasta styttan er Ingólfur Arnarson á Arnarhóli. Það veit enginn hvort Ingólfur var til í alvörunni eða hvort hann var fyrstur til að koma hingað. Það skiptir ekki máli.

  

Nánar...

 

Pistlar formanns

borgarstjorabill

Borgarstjórabíllinn

Ef ég væri borgarstjóri þá mundi ég láta borgina kaupa handa mér húsbíl. Mig hefur alltaf langað í húsbíl. Svo mundi ég keyra á milli hverfana og heilsa uppá íbúana. Ég held að þetta væri frábær hugmynd og mjög töff. Borgarstjórabíllinn. Ekkert ólíkur Bókabílnum. Hann yrði ekki innréttaður til að sofa í heldur til að taka á móti gestum. Það væri kaffivél í honum, skrifborð og stólar og ísskápur með djúsi fyrir krakkana og mjólk fyrir þá sem vilja mjólk með kaffinu sínu. Að sjálfsögðu væri þráðlaust nettenging. Best væri ef þetta væri rafmagnsbíll. Hann yrði blár á litinn.

  

Nánar...

   

Pistlar formanns

nissan-leaf

Rafmagnsbílar

Öllum finnst gaman að aka bíl. Það er eðlilegt. Áður en fyrsti bíllinn kom á markað voru engir bílar til. Það voru erfiðir tímar, sérstaklega fyrir hesta vegna þess að þeir voru látnir gera allt sem bílar áttu að gera. Við þurfum ekki að leita lengra en í ljóðið Stjörnufákur eftir Jóhannes úr Kötlum til að skilja þann grimma veruleika. Ef engir bílar væru yrði fólk að labba allra sinna ferða. Það gæti reynst mörgum erfið raun sérstaklega börnum og gamalmennum þar sem oft þarf að fara yfir umferðargötur þar sem mikil umferð er. Bíll er nauðsyn. Það er staðreynd. Enginn vill vera bíllaus, allra síst í góðum veðrum þegar ætlunin er að fara í tjaldútilegu. En eru bílar góðir? Það held ég ekki.

 

  

Nánar...

 

Pistlar formanns

women_laughing

Konur

Það er gott að hlæja. Maðurinn er eina dýrategundin á jörðinni sem hefur húmor. Simpansar hafa reyndar vott af húmor en hann er á frekar lágu plani; svokallaður kúk og piss húmor. Dýrin eru einfaldlega ekki nógu gáfuð til að hafa húmor. Þau hafa ekki tímaskyn og geta ekki hugsað abstrakt. Íslenska orðið yfir húmor er enda “kímnigáfa.”

Karlar og konur hlæja misjafnlega mikið og af misjöfnum hlutum. Það er einstaklingsbundið en líka kynbundið. Erlendar rannsóknir sýna að karlmenn virðast hafa mest gaman af klámbröndurum. Konur aftur á móti hafa meira gaman af orðaleikjagríni eða svokölluðum “Clever-humor”. Það gefur vísbendingar um að konur séu klárari en karlar. Karlar og konur eru ólík á margan hátt, ekki bara líkamlegan. Bæði kynin hafa sína kosti og sína galla. Allir karlmenn eru eins og Homer Simpson og allar konur eru eins og Marge. Það er bara þannig.

  

Nánar...

   

Fleiri greinar...

Besti á Twitter

twitterbestiflokkurinn á Twitter