Skuldir Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Höfundur: Jón Gnarr   
Föstudagur, 01. janúar 2010 21:37

Ég datt inní athyglisverðar samræður í búningsklefanum í Vesturbæjarlauginni um daginn eftir endurnærandi sundsprett og heita sturtu. Þar var fólk að ræða skuldastöðu sína eftir hrunið. Gömul hjón sögðust hafa misst allt sitt sparfé. Ung kona sagði frá því hvernig íbúðin hennar hefði rýrnað um helming á meðan lánin af henni hefðu vaxið um helming.

“Afhverju er enginn að gera neitt í þessu, Jón?” spurði hún mig. Ég yppti öxlum. Ég vissi það ekki. Svo þegar hún var farin og ég var að klæða mig fór ég að hugsa málin og ræða við gömlu hjónin. Þau vissu ekki sitt rjúkandi ráð en tóku gleði sína á ný þegar ég sagði þeim að Besti Flokkurinn ætlaði að bjóða gömlu fólki ókeypis í sund og frí handklæði að auki. “Þetta finnst mér góð hugmynd!” sagði gamla konan. Þá sá ég hana brosa í fyrsta sinn. Fram að því hafði verið þungt yfir henni. En nú var henni létt enda er örugglega erfitt fyrir margar gamlar konur að bera sunddót fram og aftur um bæinn, sérstaklega þegar það er blaut. Þar vega handklæðin þyngst enda hef ég tekið eftir því í sundferðum mínum að konur eru yfirleitt með stór handklæði sem ná yfir brjóstin á þeim og niður á mið læri. En nú var eins og þungu fargi væri af gömlu konunni létt og þá sá ég hvað pólitísk inngrip geta skipt miklum sköpum í lífi fólks, sérstaklegra þeirra sem eldri eru. Þetta hlýtur að vera sérstakt fagnaðarefni fyrir síðhærðar og feitlagnar konur sem þurfa eitt stórt handklæði fyrir sig og svo annað fyrir hárið á sér.

Í því ástandi sem nú ríkir er svo mikilvægt að komast í sund án þess að þurfa að hafa áhyggjur af kostnaði og fyrirhöfn sem veldur því eflaust að margir sitja heima og þá oft þeir sem síst skyldu. Í sundi gleymir maður áhyggjum sínum, þær skolast af í tæru vatninu. Í heita pottinum gleymir fólk daglegu amstri í fjörugum samræðum um menn og málefni.

Facebook   
 
Joomla SEF URLs by Artio

Styrkja flokkinn

Reikningur: 0137-26-1340

Kt. 611209-1340

Sjónvarp Besta Flokksins

Fyrsta verk.mov
Stefnumál
Neytendamál
Umræða er almannaheill!
Fólk.mov

Frambjóðendur

Formaður   
formadurinn
Sjónvarpsmaður   
sigurjonkjartansson
Framkvæmdastjóri   
einar
Sjónvarpsmaður   
gunnar_hansson_2
Neytendafrömuður   
drgunni
Leikari   
Jorundur_Ragnarsson
Fyrrv. sérfræðingur   
sigurdurbjorn
Tónlistarmaður   
Bardi
Stjórnmálamaður   
ragnarhansson

Umsagnir

Ég treysti Besta flokknum fyrir börnunum mínum Elín Guðbjartsdóttir kennari
Jón Gnarr er góður en bestur í Besta flokknum! Helgi Rigmor Jensen tannlæknir
Ég hef áhyggjur af framtíðinniÓli Stephensen iðntæknihönnuður
Það er allskonar sem þarf að gera. Þess vegna kýs ég Besta flokkinn Einar Bergsteinsson hdl.
Ég hef hitt Jón Gnarr og hann var yndislegur. Ég treysti honum Guðrún Jónsdóttir hagfræðingur

Á spjallborðinu

 • Hvað með harðfisk? (fyrir 9 dögum síðan)
  ...
 • Kaffið (fyrir 10 dögum síðan)
  Er það ekki bara vegna þess að malað kaffi þykir bragðbetra en ómalað?
 • Kaffi (fyrir 12 dögum síðan)
  Eitt sem ég hef aldrei skilið er hvers vegna malað kaffi er dýrara en ómalaðar baunir. Er ekki...
 • Sítuðandi eiginkonur (fyrir 12 dögum síðan)
  Ég hef heyrt því fleygt að Besti Flokkurinn hafi íhugað að halda námskeið fyrir konur. Ein...
 • Sítuðandi eiginkonur (fyrir 12 dögum síðan)
  Ástæðan fyrir því að kvenfólk breytist eftir áralanga sambúð er hríðversnandi karlpening...
 • situdandi eiginkonur (fyrir 13 dögum síðan)
  Ja segdu henni bara i godu ad fara sina leid og thu aetlir ad fara thina leid. Keyptu ther sidan hun...
 • Kæri Leiður! (fyrir 15 dögum síðan)
  Hahahahaha! Ég var nú bara aðeins að hrista upp í þér en enga uppgjöf Leiður minn! Ef kon...
 • Ég segi nú bara eins og Kaninn myndi gera ... (fyrir 16 dögum síðan)
  I rest my case.

Vertu með

logoGakktu í Besta flokkinn, eigðu stefnumót við framtíðina

Jákvæðni

framtidinBesti Flokkurinn hefur jákvæðni sem gildi.

Heilbrigður flokkur

doctorFormaður Besta Flokksins er með læknisvottorð, útgefið af alvöru lækni.

Besta spjallborðið

hendurErtu með fullt af skoðunum ?
Kíktu á spjallborðið okkar, það er best.

Styrktaraðilar

dg2