Stjórna dópistar Íslandi ? Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Höfundur: Jón Gnarr   
Fimmtudagur, 11. febrúar 2010 19:18

flaust_altingiKókaín er merkilegt lyf. Það hressir, bætir og kætir þá sem nota það. Notandinn þarf ekki að sofa, fær fullt af frábærum hugmyndum og kraft til að framkvæma þær. Kókaín gefur hraustlegt útlit. Margar af bestu hugmyndum mannkynssögunnar hafa verið teknar af fólki á kókaíni eða öðrum fíkniefnum. Það er því engin furða hve margir tala um dóp og dópista þessa dagana. Ég átti skemmtilegt spjall við eldri hjón í búningsklefanum í Vesturbæjarlauginni í síðustu viku. Við vorum að tala um dóp. Sonur þeirra hafði farið yfirum á sýru og þau voru að segja mér sögur af honum og kostulegum uppátækjum hans og ævintýrum. Þau vildu bæði láta lögleiða hass.

Allir virðast hafa skoðun á dópi. Þar er læknadópið verst og drepur flesta. Svo eru líka alltaf þeir sem fara yfirum á sýru og sveppum. Það er ekki gott. En er hægt að banna sveppi? Er hægt að eitra þá þannig að allir sem reykja þá drepist? Er það raunhæft? Ég held ekki. Það væri eins og að hella baðvatninu með barninu í. Auðvitað færi barnið ekki sömu leið og vatnið en skaðinn er skeður. Skoðum dæmi: Tveir ungir menn eru undir áhrifum eiturlyfja. Annar er á sýru en hinn er búinn að sprauta sig með kókaíni. Báðir eru fjölskyldumenn og hafa fasta vinnu. Gömul og rugluð kona kveikir í húsinu sínu þegar hún reynir að steikja fisk. Þeir eiga leið hjá og bjarga henni úr brennandi húsinu. Þó þeir séu dópaðir eru þeir ekki jafn ruglaðir og hún. Segjum sem svo að maðurinn hennar sé ennþá ruglaðari en hún en samt með bílpróf. Þeir bjarga honum líka. Hvað gerir lögreglan? Þakkar hún dópistunum fyrir eða handtekur hún þá? Sér hún ástæðu til að svipta gamla manninn ökuréttindum? Kannski er þetta frekar siðferðisleg spurning en lagaleg. Kannski á gamla máltækið “að horfa milli fingra sér, (looking trough ones fingers)” best við hér. Ég veit það ekki. Yfirleitt leysast svona mál farsællega með því að lögreglan fylgir gömlu konunni á sjúkrahús en gamli heilabilaði maðurinn keyrir dópistana heim í þakklætisskyni. Oftar en ekki lendir hann í banaslysi á leiðinni. Það er hræðilegt.

Auðvitað er þetta einungis dæmisaga sem á sér enga stoð í raunveruleikanum. Eða hvað? Þeim fjölgar sífellt sem ánetjast fíkniefnum. Í fyrstu voru það bara dópistar og rónar sem voru að fikta með fíkniefni en á síðustu árum hafa þau smitast eins og vírus inní allt samfélagið. Allir eru á dópi. Kókaín þykir hressandi og ómissandi í fínustu samkvæmunum. Enginn er maður með mönnum nema hann sé á kókaíni. Kókaín fer ekki í manngreiningaálit. Allir sem taka kókaín verða snillinar á meðan. Lögfræðingar eru sá hópur sem notar mest kókaín. Á eftir þeim koma fjárfestar og stjórnendur í fjármálaheiminum. Það eru þeir sem hafa efni á því að kaupa sér hreint efni. Kókaín er dýrt. Stjórnmálamenn hafa ekki hingað til haft efni á kókaíni. Þeir hafa látið sér nægja amfetamín eða hið hryllilega crystal meth (Methamphetamine) sem nú flæðir yfir landið. Það er ekki gott. Það er ódýrt en á móti skaðlegt heilsunni. Maður verður hress en fær engar góðar hugmyndir.

Nú þarf að ráðast í gagngera og gegnsæja rannsókn á fjármálahruninu með tilliti til fíkniefna. Var þetta fólk allt í dópi? Var kókaín ástæðan fyrir hruninu? Hverjir notuðu mest kókaín? Voru ákvarðanir sem vörðuðu hag þjóðarinnar teknar í kókaínpartíum um borð í einkaþotum? Þetta þarf að rannsaka. Kannski skiptir það ekki máli, en það skiptir þjóðina máli. Hún þarf að fá svör svo hún geti slakað á, horft á fréttir og farið í sund. Margir vilja meina að kókaínið sem var í umferð hér hafi verið blandað öðrum efnum og þarafleiðandi ekki verið hreint efni. Getur verið að þeir sem settu landið á hausinn hafi verið á lélegu kókaíni? Hvaðan fengu þeir það og ber sá aðili þá ekki óbeina ábyrgð á hruninu? Og svo eru það mál Alþingis. Fer fíkniefnaneysla fram á Alþingi? Er fólk þar dópað? Ég veit það ekki. Margir vilja sjá fíkniefnahunda á Alþingi. En er það raunhæft? Finnur hundurinn fíkniefni sem búið er að taka? Ég held ekki. Væri ekki nær að neyða þingmenn til að skila þvagprufum tvisvar á sólarhring? Er það ekki sjálfsögð krafa í nútímalegu lýðræði?

Besti flokkurinn er að mestu leiti skipaður bindindisfólki. Við erum eini flokkurinn sem vill banna öll fíkniefni á Alþingi eða gera þá skýlausu kröfu að þau fíkniefni sem verið er að nota þar séu hrein og óblönduð. Við viljum á móti leyfa öll fíkniefni í fjármálaheiminum þannig að neysla þeirra sé gegnsæ og fari fram undir eftirliti þannig að næst þegar einhver útúrtjúnaður kókhaus fær snilldarhugmynd og vill fara í einhverjar stórframkvæmdir, séu allir edrú á Alþingi og ekki á sveppum eða sýru. Vilt þú sjá fíkniefnalaust Alþingi 2020? Settu þá X við Besta flokkinn.

Facebook   
 
Joomla SEF URLs by Artio

Styrkja flokkinn

Reikningur: 0137-26-1340

Kt. 611209-1340

Sjónvarp Besta Flokksins

Fyrsta verk.mov
Stefnumál
Neytendamál
Umræða er almannaheill!
Fólk.mov

Frambjóðendur

Formaður   
formadurinn
Sjónvarpsmaður   
sigurjonkjartansson
Framkvæmdastjóri   
einar
Sjónvarpsmaður   
gunnar_hansson_2
Neytendafrömuður   
drgunni
Leikari   
Jorundur_Ragnarsson
Fyrrv. sérfræðingur   
sigurdurbjorn
Tónlistarmaður   
Bardi
Stjórnmálamaður   
ragnarhansson

Umsagnir

Ég treysti Besta flokknum fyrir börnunum mínum Elín Guðbjartsdóttir kennari
Jón Gnarr er góður en bestur í Besta flokknum! Helgi Rigmor Jensen tannlæknir
Ég hef áhyggjur af framtíðinniÓli Stephensen iðntæknihönnuður
Það er allskonar sem þarf að gera. Þess vegna kýs ég Besta flokkinn Einar Bergsteinsson hdl.
Ég hef hitt Jón Gnarr og hann var yndislegur. Ég treysti honum Guðrún Jónsdóttir hagfræðingur

Á spjallborðinu

 • Hvað með harðfisk? (fyrir 17 dögum síðan)
  ...
 • Kaffið (fyrir 18 dögum síðan)
  Er það ekki bara vegna þess að malað kaffi þykir bragðbetra en ómalað?
 • Kaffi (fyrir 20 dögum síðan)
  Eitt sem ég hef aldrei skilið er hvers vegna malað kaffi er dýrara en ómalaðar baunir. Er ekki...
 • Sítuðandi eiginkonur (fyrir 20 dögum síðan)
  Ég hef heyrt því fleygt að Besti Flokkurinn hafi íhugað að halda námskeið fyrir konur. Ein...
 • Sítuðandi eiginkonur (fyrir 20 dögum síðan)
  Ástæðan fyrir því að kvenfólk breytist eftir áralanga sambúð er hríðversnandi karlpening...
 • situdandi eiginkonur (fyrir 21 dögum síðan)
  Ja segdu henni bara i godu ad fara sina leid og thu aetlir ad fara thina leid. Keyptu ther sidan hun...
 • Kæri Leiður! (fyrir 23 dögum síðan)
  Hahahahaha! Ég var nú bara aðeins að hrista upp í þér en enga uppgjöf Leiður minn! Ef kon...
 • Ég segi nú bara eins og Kaninn myndi gera ... (fyrir 24 dögum síðan)
  I rest my case.

Vertu með

logoGakktu í Besta flokkinn, eigðu stefnumót við framtíðina

Jákvæðni

framtidinBesti Flokkurinn hefur jákvæðni sem gildi.

Heilbrigður flokkur

doctorFormaður Besta Flokksins er með læknisvottorð, útgefið af alvöru lækni.

Besta spjallborðið

hendurErtu með fullt af skoðunum ?
Kíktu á spjallborðið okkar, það er best.

Styrktaraðilar

dg2