Stöndum vörð um allskonar!

Úr starfi flokksins

Samstarfsyfirlýsing Besta flokksins og Samfylkingarinnar

Fyrstu verk

Borgarbúar

 • Útigangskonum verði búið öruggt húsaskjól fyrir fyrstu snjóa í haust.
 • Systkinaforgangur verði tekinn upp í leikskólum.
 • Ókeypis verði fyrir börn í sund í sumar.
 • Settur verði upp innileikvöllur í Perlunni.
 • 20 græn svæði og leikvellir borgarinnar verði teknir í gegn í sumar og boðnir borgarbúum til umhirðu. Sérstaklega verði hugað að þörfum ömmu og afa á leiksvæðunum.

Sjálfbært gegnsæi

 • Vefurinn Betri Reykjavík, www.betrireykjavik.is, verði nýttur til stuðnings við ákvarðanir og stefnumótun.
 • Opnað verði vefsvæði fyrir ábendingar almennings um aðkallandi viðhald og viðgerðir í borginni.
 • Dagbók borgarstjóra verði opin og aðgengileg á netinu.

Traustatök

 • Fagleg rekstrarúttekt verði gerð á Orkuveitu Reykjavíkur.
 • Nefndum borgarinnar verði fækkað til að auka skilvirkni og spara nefndarlaun.
 • Langtímaáætlun um fjármál, framkvæmdir, borgarþróun og atvinnumál Reykjavíkur liggi fyrir í lok árs.

Allskonar

 • Skólar geti áunnið sér sérstakan menningarfána með því að setja sér menningarstefnu og t.d. taka listamenn í fóstur.
 • Efnt verði til kvennakvölds í Reykjavík.
 • Reykjavíkurborg styðji við nýtt heimili kvikmyndanna í Regnboganum.
 • Borgarstjóri verði kjörinn stjórnarformaður Fjölskyldu- og húsdýragarðsins.

  

Nánar...

 

Úr starfi flokksins

betriborg

Leynifundir og Betri Reykjavík

Stórsigur Besta Flokksins í Reykjavík hefur varla farið framhjá neinum, augljóslega langaði borgarbúa til þess að fá allskonar gert öðruvísi en áður.

Það hefur varla heldur farið framhjá neinum að nú er í gangi röð opinberra leynifunda fólks í Besta Flokknum við fólk úr Samfylkingunni, þar sem allir eru að tala saman og skiptast á skoðunum og pæla í allskonar. Það sem er sniðugt og kannski nýbreytni, er að þeir fólkið á leynifundunum vill í alvöru heyra í og taka mark á íbúum í Reykjavík, meira að segja þrátt fyrir að kosningarnar séu búnar. Pæliði í því.

Á vefnum Betri Reykjavík gefst Reykvíkingum einmitt kostur á því að koma sínum málum á framfæri, rökræða og styðja aðrar sniðugar hugmyndir sem fram hafa komið, og það sem meira er að þá hefur leynifundarfólkið hugmyndirnar á vefnum til hliðsjónar á leynifundunum.

Við mælum s.s. með betrireykjavik.is fyrir Betri Reykjavík.

  
 

Úr starfi flokksins

Þakkarræða

Besti Flokkurinn þakkar Reykvíkingum fyrir ótrúlegan stuðning í kosningunum í gær.
Horfðu á þakkarræðu formanns Besta Flokksins hér að neðan.

  

Nánar...

 

Úr starfi flokksins

bestignarr_leikur

Besti Gnarr

Langar þig ekki að prófa að vera borgarstjóri ?

Prófaðu leikinn Besti Gnarr á facebook og fáðu smjörþefinn af því hvernig það er að vera borgarstjóri á vegum Besta Flokksins.

  
 

Úr starfi flokksins

hresso

Gaman á Hressó

Kvöldið verður Best á Hressó, enda ætlar Besti Flokkurinn að bjóða stuðningsfólki, vinum og vandamönnum, gestum og gangandi að kíkja í gleðskap kl. 21.

Sannkölluð tónlistarveisla verður á boðstólunum, og fram koma :

 • Rass
 • Magga Stína
 • Bob Justman
 • Snorri Helgason
 • Halli
 • Vinir Baggalúts
 • Bergþór Smári

Það verður gaman, þú getur treyst því, því að það er alltaf gaman í Besta Flokknum. Láttu sjá þig !

  
 

Úr starfi flokksins

thumbsup_no_caption_scaled

Þumalinn upp!

Besti Flokkurinn biður þig um að hjálpa sér við að vera víral.

Ef þú getur / vilt / nennir / kannt að skipta um prófílmynd á Facebook-inu þínu, Msn-inu, debetkortinu og ökuskírteininu, máttu mjög gjarnan sækja myndina hér að neðan og setja hana sem prófílmynd hjá þér. Þannig hjálpar þú Besta Flokknum, enda verður og kann Besti Flokkurinn að fara vel með peningana sína.

Smelltu á nánar, sæktu myndina og vertu Best/ur.  

Nánar...

 

Úr starfi flokksins

borgarstjorabillinn

Borgarstjórabíllinn leggur í'ann

Í dag kl.15.00 mun Borgarstjórabíllinn leggja af stað frá kosningaskrifstofu Besta Flokksins við Aðalstræti í sína fyrstu ferð um Reykjavík!

Þetta verður söguleg stund sem engin almennilegur Besta flokksmaður/kona má láta framhjá sér fara!

Farinn verður hringur um bæinn og úthverfi borgarinnar og stemmingin tryllt upp í mönnum, konum, börnum og dýrum!

Hafðu augun opin, þetta verður Best!

 

  
 

Úr starfi flokksins

Besta uppistandskvöld Besta flokksins!

Það er gaman í Besta Flokknum, og það vita það allir.

T.d. verður í kvöld klukkan 21, á skemmistaðnum Venue (áður Gaukur á Stöng), alveg rándýrt uppistandskvöld á vegum Besta Flokksins. Það er samt ókeypis inn og út. Pældu í því.

 

 

  

Nánar...

 

Úr starfi flokksins

Lay_Low

Lay Low og Pascal Pinon kl. 17

Hjá Besta Flokknum er gaman, alltaf.

T.d. verða Lay Low og Pascal Pinion að spila á kosningaskrifstofunni okkar við Aðalstræti 9, núna klukkan 17:00.  Auðvitað eru allir velkomnir til okkar og gleðjast með okkur.
Svona rúllum við bara!

  
 

Úr starfi flokksins

IMG_1822

Bestu bolirnir

Hinir stórkostlegu Besta flokks bolir eru nú fáanlegir á vefnum okkar í 5 gerðum og fullt af stærðum.

Með því að smella velja Besta Sjoppan hér úr valmyndinni að ofan, færðu lista yfir bolina, smellir svo á þann sem þig langar í og gengur frá pöntun.

Fréttir* herma að fólki íklæddu Besta Flokks bol gangi betur í lífinu heldur en öðru fólki.

  

Nánar...

 

Úr starfi flokksins

pingpong

Borðtennisáskorun Þorsteins

Á morgun, föstudaginn 21.maí, ætlar frambjóðandinn í 14. sæti Besta Flokksins, Þorsteinn Guðmundsson að skora á kjósendur, gesti og gangandi í æsispennandi borðtenniskeppni.

Áskorunin mun standa á milli kl. 16 og 18, og fer fram á kosningaskrifstofu Besta Flokksins við Aðalstræti 9 í Reykjavík.

Kaffi á könnunni.

Láttu sjá þig!

  
 

Úr starfi flokksins

commteccommunications

Möppumessa

Besti flokkurinn hefur dálítið mætt á pallborðsumræður. Það er ekki gaman. Þetta er eins og leiðinlegasta leikrit í heimi. Þar sitja frambjóðendur flokkanna við langt borð, og síðan er fólk sem situr úti í sal. Svo tala allir frambjóðendurnir. Þeir tala mest um hvað þeir eru sjálfir frábærir og stundum aðeins um, hvað allir hinir eru ömurlegir og hallærislegir. Þeir lofa öllu fögru. Stundum missir maður hreinlega þráðinn og hættir að skilja hvað þeir eru að segja. Þeir tala skringilegt tungumál og nota orðasambönd og frasa sem hafa enga tilfinningalega tilvísun og eru yfirborðskenndir og innantómir. Sumir nota Power Point til að gera þetta ennþá kvalarfyllra fyrir áhorfendur. Enginn notar Keynote.

  

Nánar...

 

Úr starfi flokksins

blorur

Framboðslisti Besta flokksins

1.Jón Gnarr listamaður

2.Einar Örn Benediktsson framkvæmdarstjóri

3.Óttarr Proppé bóksali og tónlistarmaður

4.Elsa Hrafnhildur Yeoman sjálfstætt starfandi kona

5.Karl Sigurðsson tölvunarfræðingur og tónlistarmaður

6.Eva Einarsdóttir tómstundarfræðingur

7.Páll Hjaltason arkitekt

8.Margrét Kristín Blöndal tónlistarmaður

9.S.Björn Blöndal fyrrverandi sérfræðingur

10.Diljá Ámundadóttir framleiðandi hjá CCP

  

Nánar...

   

Besti á Twitter

twitterbestiflokkurinn á Twitter

RSS áskrift